Hreinsunarvika 19-23 apríl

14.4.2021

Líða fer að árlegri hreinsunarviku þar sem brotajárn er sótt í dreifbýli sveitarfélagsins.

Íbúar eru hvattir til þess að nýta sér þjónustuna og taka þátt með því að hafa samband við Skúla Ingólfsson í Áhaldahúsinu fyrir föstudaginn 16. apríl kl 12:00 í síma 895-1473 og óska eftir því að brotajárn verði sótt.

Undir brotajárn falla t.d bílhræ, bárujárn og landbúnaðarvélar.

Í fyrra tókst átakið vel til og var safnað um 150 tonnum, brotajárnið fór allt í endurvinnslu.

Vonandi verða viðtökurnar góðar í ár!

Umhverfisfulltrúi