Humarhátíð 2022
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur samið við knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Sindra um að halda utan um Humarhátíð 2022.
Knattspyrnudeild Sindra var í forsvari fyrir humarhátíð um árabil og þekkir vel til skipulagsins. Humarhátíðin er bæjarhátíð og mikilvægt að sem flestir íbúar komi að hátíðinni með einhverjum hætti.
Það er hægt að bjóða fram sína starfskrafta, taka þátt í viðburðum eða standa fyrir viðburðum þessa helgi. Það hefur verið opinberað að heimahljómsveitin Parket mun koma fram á balli í íþróttahúsinu á laugardagskvöld.
Humarhátíðin er haldin helgina 23.-26. júní næstkomandi allir eru hvattir til að taka helgina frá!
Matthildur Ásmundardóttir og Arna Ósk Harðardóttir undirrituðu samning um humarhátíð 2022.