Hvatning í Hornafirði – opið fyrir umsóknir

3.3.2021

„Hvatning í Hornafirði“ er samkeppnissjóður og hluti af átaksverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna efnahagsáhrifa Covid faraldursins á fólk og fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Sjóðurinn hefur það hlutverk að hvetja fyrirtæki og frumkvöðla í Sveitarfélaginu Hornafirði til að hrinda nýjum atvinnuskapandi aðgerðum í framkvæmd. Umsjón og ábyrgð sjóðsins er hjá atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar. Um einskiptis aðgerð er að ræða, og eru alls 5 milljónir króna til úthlutunar.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 8. mars kl. 16:00

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins

Hér“ má nálgast umsóknarform vegna sjóðsins.

Umsókn á wordskjali. Mælt er með að fullvinna umsóknina í skjalinu og færa svo yfir í umsóknarformið.