Íbúafundur

16.3.2022

Boðað er til íbúafundar um skóla- og íþróttasvæði á höfn og kynning á hönnun líkamsræktar við sundlaug 21. mars nk. kl. 17:00 í Heppuskóla. 

Á dagskrá fundarins er kynning á drögum að deiliskipulagi Miðsvæðis Hafnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynning á viðbyggingu við sundlaugina fyrir líkamsrækt.

Dagsrká:

  1. Opnun fundar og staða deiliskipulags og hönnunar líkamsræktarhúss: Brynja Dögg Ingólfsdóttir Umhverfis- og skipulagsstjóri
  2. Deiliskipulag skóla og íþróttasvæðis á Höfn – Efla Verkfræðistofa Kynning
  3. Kynning á nýju líkamsræktarhúsi – ASK arkitektar
  4. Spurningar og umræður.

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________ 

Markmið með deiliskipulaginu er m.a. að styrkja miðsvæði bæjarins umhverfis skóla- og íþróttasvæðið og efla svæðið sem aðlaðandi útivistarsvæði til samverustunda og mannfagnaðar, allan ársins hring.

Markmið með byggingu líkamsræktar við sundlaugina er að stuðla að heilsueflingu íbúa og bæta íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu í samræmi við stefnumótun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um Heilsueflandi samfélag.

Fundinum verður einnig streymt á vefnum og verður hægt að nálgast tengil á fundinn á heimasíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri