Íbúafundur og skipulagslýsing - Deiliskipulag Útbæ
Vegna beiðna um breytingar á skipulagi í Útbæ boðar sveitarfélagið Hornafjörður til íbúafundar 28. mars n.k. kl 20:00 í Nýheimum.
Lóðarhafar í Útbæ hafa óskað eftir skipulagsbreytingum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á hótelum og gistingu á svæðinu.
Um er að ræða þrjá aðila og hugmyndir þeirra nokkuð ólíkar og breytingarnar töluverðar. Um er að ræða sameiningu lóða, breytingar á aðkomu og bílastæðum ásamt ósk um þriggja hæða hótel með 226 herbergjum. (sjá mynd efst með frétt)
Fundurinn er ætlaður til að gefa íbúum yfirsýn yfir breytingarnar og gefa tækifæri á athugasemdum. Framkvæmdaaðilar munu kynna sín verkefni og skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins fara yfir þær breytingar sem þarf að gera á gildandi deiliskipulagi útbæ.
Mynd af fyrirhugaðri breytingu hótels á gamla Ásgarði.
Skipulagslýsingu vegna breytinganna má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is undir skipulag í kynningu og gefst öllum tækifæri til að skila inn umsögnum og athugasemdum til 3. apríl 2022 skv. 40. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundinum verður einnig streymt á vefnum og verður hægt að nálgast tengil hér.
Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsstjóri