Íbúafundur um almannavarnir
Íbúafundur um almannavarnir vegna sprungu í Svínafellsheiði verður haldinn 5. nóvember kl. 20:00 í Freysnesi .
Sveitarfélagið Hornafjörður og Lögreglustjóraembættið á Suðurlandi boða til fundar um almannavarnir vegna sprungu í Svínafellsheiði.
Dagskrá fundarins:
- Setning fundar, Kjartan Þorkelsson, Lögreglustjóri á Suðurlandi.
- Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
- Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur frá Háskóla Íslands.
- Magni Hreinn Jónsson, hópstjóri ofanflóða frá Veðurstofu Íslands.
- Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats frá Veðurstofu Íslands.
- Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði frá Veðurstofu Íslands.
- Fyrirspurnir
Fundarstjóri, Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna.