Íbúafundur um skipulagsmál
Íbúafundur um skipulagsmál þann 10. janúar í Nýheimum kl. 16:00 - 17:30
Íbúafundur um skipulagsmál verður haldin á Höfn þann 10. janúar kl. 16:00 – 17:30 í fyrirlestrarsal Nýheima. Á fundinum verður fjallað um stór skipulagsmál sem eru í vinnslu, nýjan miðbæ, nýtt íbúðarsvæði ÍB5, nýjan verslunar- og þjónustukjarna við innkomuna í bæinn og tillögu að nýju deiliskipulagi við Leiðarhöfða.
Fundurinn er í samræmi við skipulagslög nr: 123/2010 (2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr.)
Nánari dagskrá:
- Tillögur að deiliskipulagi fyrir Víkurbraut 1-5 og Álaugarveg 2, Höfn – Batteríið Arkitektar
- Breyting á aðalskipulagi og tillögur að deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis VÞ51 – Nordic Office of Architecture
- Breyting á aðalskipulagi og tillögur að deiliskipulagi íbúðabyggðar á reit ÍB5 á Höfn – Nordic Office of Architecture
- Tillaga að deiliskipulagi fyrir Leiðarhöfða – Landmótun og Hjark – Umhverfis- og skipulagsstjóri kynnir tillöguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd og bæjarstjórn hvetur íbúa til að fjölmenna á fundinn.
Fundinum verður streymt og hægt er að horfa á hann hér