Íbúafundur um stefnumótun fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð
Vinnufundur með íbúum þar sem unnið er að stefnumótun með áherslu á innleiðingu heimsmarkmiðaða Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í fjarfundi og á youtube síðu sveitarfélagsins.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 17. desember kl. 16:30-17:30. Óskum við eftir innleggi íbúa inn í þessa vinnu og ná góðri þátttöku er mikilvægt íbúar skrái sig á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is og fá þeir sent fundarboð á teams fundarforritið.
Þeir sem vilja eingöngu horfa á útsendinguna geta nálgast slóðina á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is eða fésbókarsíðu þess þegar nær dregur.
Matthildur Ásmundardóttir
bæjarstjóri