Íbúagátt sveitarfélagsins uppfærð

6.2.2020

Íbúagátt sveitarfélagsins hefur verið uppfærð í nýjustu útgáfu.

Íbúagáttin er þjónustusvæði fyrir íbúa og lögaðila í sveitarfélaginu.

 

Sú nýbreytni á íbúagáttinni er að hægt er að skoða skuldastöðu og reikninga sem sveitarfélagið hefur gefið út á viðkomandi notanda.

Vakin er athygli á að í íbúagáttinni er hægt að sækja um hina ýmsu þjónustu hjá sveitarfélaginu og fara áfram á þjónustusíðu Mentor. Einnig er hægt að fylgjast með framgangi skráðra erinda og senda inn fyrirspurnir og athugasemdir.

Hægt er að fara á íbúagáttina með því að fara á  ibuagatt/hornafjordur.is .

Til þess að skrá sig inn þarf annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil.