Íbúakosning um þéttingu byggðar
Vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum og vinnu að nýrri reglugerð þarf sveitarfélagið að fresta íbúakosningu um þéttingu byggðar Innbæ um óákveðin tíma.
Vegna breytinga sem gerðar voru á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 getur sveitarfélagið ekki haldið íbúakosningu fyrr en reglugerð um framkvæmd íbúakosningar liggur fyrir, hún mun fara í samráðsgátt um miðjan ágúst skv. upplýsingum frá innviðaráðuneytinu. Unnið er að reglugerð um íbúakosningu og fer hún í samráðsgátt og kynningu um miðjan ágúst og vonandi verður hún samþykkt í framhaldi af því.
Þann 24. ágúst nk. er eitt ár frá því að undirskriftalisti um íbúakosning um þéttingu byggðar Innbæ barst sveitarfélaginu samkvæmt lögum þarf sveitarfélagið að framkvæma kosninguna innan árs frá því að undirskriftalistinn barst.
Innviðaráðuneytið lagði til að sveitarfélagið ákveði dagsetningu á íbúakosningu eftir að reglugerðin hefur verið samþykkt í ljósi þess að ekki er hægt að halda hana fram að því.
Innviðaráðuneytið hefur staðfest að í þessu tilviki verður að túlka skilyrðið um ársfrest sveitarstjórnarlaga í samræmi við það. Í því samhengi er það innviðaráðuneytið sem hefur eftirlit með því að ársfresturinn er virtur, sbr. 109. gr. og 112. gr. sveitarstjórnarlaga og ráðuneytið mun ekki gera athugasemd við að umrædd íbúakosning verði haldið eftir ársfrestinn vegna aðstæðna.
Sveitarfélagið mun kynna íbúakosninguna þegar dagsetning hefur verið ákveðin, kynningarefni er aðgengilegt hér