Íbúar eru beðnir að hreinsa frá niðurföllum
Íbúar eru beðnir að hreinsa frá niðurföllum til þess að koma í veg fyrir að vatnstjón.
Samkvæmt vepðurspá næstu daga má gera ráð fyrir hláku með talsverðri rigningu næstu daga. Leysingar- og rigningarvatn þarf að komast sína leið og er fólki bent á að hreinsa frá niðurföllum til að fyrirbyggja vatnstjón. Í bænum er nú talsverður snjór þannig að niðurföll eru mörg hver á kafi í snjó og biðjum við fólk að huga að niðurföllum framan við hús sín.