Íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins í Örfæfum og Suðursveit til leigu.

30.4.2019

Sveitarfélagið auglýsir nýtt raðhús að Borgartúni og íbúð í Hrollaugsstöðum til langtímaleigu. 

Nýtt raðhús er auglýst til langtímaleigu að Borgartúni 14. Um er að ræða 102,3 fermetra raðhús með þremur svefnherbergjum. Húsið er laust til afnota nú þegar. Umsóknir óskast sendar á netfangið afgreidsla(hjá)hornafjordur.is.  

Íbúð í Hrollaugsstöðum er auglýst til leigu. Um er að ræða gömlu heimavistina 188 fermetrar með 37,6 fermetra sameign. Húsnæðið er leigt út sem íbúðarhúsnæði. Húsnæðið er laust til afnota nú þegar. Umsóknir óskast sendar á netfangið afgreidsla(hjá)hornafjordur.is.

Einnig hægt að nálgast upplýsingar í síma 470 8000.