Innskráning lögaðila í íbúagátt
Fyrirtæki og lögaðilar geta nú aftur skráð sig inn á íbúagátt sveitarfélagsins
Ísland.is lokaði eldri innskráningarþjónustu sinni þann 1. september síðastliðin og duttu þá út Íslyklarnir sem mörg fyrirtæki og lögaðilar notuðu til að skrá sig inn á íbúagáttina okkar.
Sveitarfélagið tók upp nýja innskráningaþjónustu Ísland.is í lok ágúst en gera þurfti breytingar á uppsetningu íbúagáttarinnar til að leyfa innskráningu lögaðila.
Nú er þeim breytingum lokið og geta lögaðilar skráð sig inn á íbúagátt sveitarfélagsins. Búið þarf að vera að veita einstaklingi umboð hjá Ísland.is áður en hann getur skráð sig inn á íbúagátt sem lögaðili. Einstaklingar skrá sig inn með sínum rafrænu skilríkjum og geta svo valið að skrá sig inn sem þeir lögaðilar sem þeir hafa umboð fyrir eða sem þeir sjálfir.
Leiðbeiningar fyrir lögaðila til að veita einstaklingum umboð.