Jóladagskrá Menningarmiðstöðvar!
Menningarmiðstöðin hefur útbúið dagskrá sem er í samræmi við sóttvarnarreglur. Dagskráin hefst föstudaginn 10. desember þar sem ekki er spennandi spá á laugardag. Við hvetjum íbúa til að kynna sér dagskrána og taka þátt. Hugum jafnframt að persónubundnum sóttvörnum og virðum fjarlægðarmörk.
Föstudaginn 10. desember
Kl. 16:00 - Lúðrasveitin lætur sjá sig í bænum og spilar ljúfa jólatóna.
Kl. 17:00 – 18:00 - Menningarmiðstöðin býður upp á kakó við bæjarjólatréð með dyggri aðstoð Kvennakórs Hornafjarðar. Í ár lítum við til umhverfisverndar og óskum eftir því að fólk komi með sína eigin bolla og gæði sér á kakói. Vegna gildandi sóttvarnarlaga biðjum við fólk að dvelja ekki lengi á svæðinu svo að allir komist að og virða nálægðarmörk milli fólks sem ekki er í nánum tengslum.
Kl. 17:00-18:00 - Jólasveinar verða í gönguferð og heilsa upp á börnin.
Laugardaginn 11. desember
Kl. 13:00 - Jóla sögustund og jólaföndur á bókasafninu.
Kl. 14:00 - Barnakór Tónskólans syngur fyrir gesti og gangandi í Nýheimum.
Föstudaginn 17. desember
Eldri borgurum verður boðið upp á samveru í Ekrunni þar sem fyrirlesarinn Eiður Ævarsson flytur fyrirlestur um jólasveina, vætti og sögur þeim tengdum. Þá mun hann einnig heimsækja eldri bekki Grunnskóla Hornafjarðar og kynna þeim jólasveinana.
Laugardaginn 18. desember
Kvennakór Hornafjarðar mun syngja jólalög um allan bæ.
Kl. 13:00 - Barnabókabókalestur á pólsku á bókasafninu og mun Joanna Marta Skrzypkowska lesa fyrir börnin. Jólaföndrið verður á sínum stað á safninu og nú ætlum við að búa til músastiga og skreyta bókasafnið.
Kl. 14:00 Sönghópur grunnskólans syngur fyrir gesti og gangandi í Nýheimum
Eyrún Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar