Könnun um ungmennahús

16.5.2024

Sveitarfélagið sendir út könnun fljótlega til ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu sem kannar forsendur til stofnunar á ungmennahúsi. 

Þar yrði boðið uppá tómstundir sem hafa forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi. Tilgangur könnunar er að kanna áhuga ungmenna í sveitarfélaginu á slíkri afþreyingu og fá fram sjónarmið sem geti skipt máli við stofnun ungmennahúss.

Hvað er Ungmennahús ?
Ungmennahús eru félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára. Ungmennahús eru jafn ólík og þau eru mörg en þau eiga það sameiginlegt að veita ungu fólki stuðning við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd sem og stuðla að tækifærum ungs fólks til afþreyingar.