Kynning á „Bara tala“ smáforriti 6. júní
Upprunalega átti kynningin að eiga sér stað 23. maí, en vegna breytinga á flugi þurfti að breyta dagsetningunni í 6. júní
Fimmtudaginn 6. júní kl. 18:00 verður Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdarstjóri og stofnandi „Bara tala“, með kynningu á smáforritinu Bara tala. Bara tala er í stuttu máli stafrænn íslenskukennari sem notast við gervigreind í kennslu sinni og býður bæði uppá starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið. Öll áhugasöm eru velkomin á kynninguna sem verður haldin í Nýheimum og boðið verður upp á súpu meðan á kynningunni stendur.
Í haust stefnir Sveitarfélagið Hornafjörður á að bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á ársáskrift af Bara tala smáforritinu og verður gaman að fylgjast með hvernig þeim mun ganga í íslenskunáminu.
Hér er hlekkur á Facebook-viðburðinn: https://www.facebook.com/events/413556828222918