Kynningarfundur um fjárhagsáætlun 2022-2025
Kynningarfundur um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður haldinn í fjarfundi og í streymi fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00.
Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að kynningarfundur fjárhagsáætlunar verði eingöngu haldinn rafrænt þetta haustið. Hægt er að skrá sig inn á fundinn í gegnum Teams eða horfa á hann í gegnum streymi. Til að geta tekið virkan þátt á fundinum er betra að skrá sig á afgreidsla@hornafjordur.is þá er hægt að send boð á fundinn í gegnum tölvupóst, einnig er hægt að skrá sig í gegnum þennan tengil . Opið verður fyrir fyrirspurnir á spjalli fundarins eða í gegnum Slido.com.
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri.