Kynningarfundur vegna deiliskipulags Borgarhafnar og Stekkakletts

13.4.2021

Vegna samkomutakmarkanna verður fundurinn í fjarfundaformi miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl 16:00.

Um er að ræða kynningarfund fyrir umfjöllun bæjarstjórnar skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga.

Gögn fyrir fundinn má opna hér: Borgarhöfn tillaga, greinargerð,   Stekkaklettur tillaga

Borgarhöfn 2-3, Suðursveit: Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að skilgreina tjaldsvæði, byggingarreit fyrir smáhýsi og lóðir og byggingarreiti fyrir frístundahús. Áform landeiganda er að efla ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða uppá möguleika til gistingar og afleidda þjónustu.

Stekkaklettur, Höfn: Markmið deiliskipulagsins er að framfylgja markmiðum aðalskipulags um eflingu byggðar, styrkja og auka fjölbreytileika atvinnu og menningarlífs í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði, bílskúr, gestahúsum og vinnustofu.

Tengill á fjarfund í Teams

Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri.