Laus störf hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

10.7.2019

Óskað er eftir starfsmönnum í félagsmiðstöðina Þrykkjuna

 1. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í 70% starf.

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræði æskileg 
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum 
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð

Ábyrgðar – og starfssvið

  • Skipuleggur starf félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í samvinnu við Þrykkjuráð og tómstundafulltrúa. 
  • Starfar með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni. 
  • Hefur samskipti við skóla, foreldra og félagasamtök vegna starfsemi félagsmiðstöðvar. 
  • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni

2. Frístundaleiðbeinandi í 30% stöðu í Þrykkjunni.

  • Kemur að skipulagningu tómstundastarfs og starfar með börnum og ungmennum á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. 
  • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni.

Umsækjendur þurfa að búa yfir ákveðinni festu, vera liprir í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 07. ágúst 2019

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Herdísar I. Waage tómstundafulltrúa á netfangið herdisiw@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8000.