Lausaganga katta yfir varptíma

21.4.2021

Umhverfisfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla sem núna er að hefjast. 

Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í fuglastofna sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð, sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin, langbest er að halda köttunum inni. Rannsóknir hafa sýnt að kettir með kraga drepa allt að 19 sinnum færri fugla en kettir sem eru ekki með kraga. Nánari upplýsingar um aðgerðir sem draga úr drápi katta á fuglum má til dæmis finna hér: https://fuglavernd.is/2020/05/07/haldid-kottum-inni-a-varptima/

Gleðilegt sumar!