Lausar íbúðarlóðir
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir lausar íbúðarlóðir á Höfn tilbúnar til úthlutunar. Yfirlit yfir lausar lóðir er að finna á slóðinni http://map.is/hofn/ undir flipanum lóðir til úthlutunar.
Lóðaumsóknir fara fram í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins: https://ibuagatt.hornafjordur.is/login
Úthlutun á íbúðarlóðum verður í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða sem er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til að skila inn umsóknum er miðvikudagurinn 20. júní 2018 kl. 20:00 og mun útdráttur fara fram í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn þann 21. júní 2018 kl. 11:00 í viðurvist fulltrúa sýslumanns.
Gunnlaugur Róbertsson skipulagstjóri.