Lífræn tunna
Öll heimili í þéttbýli eiga að vera komin með lífrænt ílát sem er ætlað fyrir lífrænan úrgang.
Seinkun var á framleiðslu lífrænu hólfanna og var því ákveðið að setja 140 l. tunnu við þau heimili sem ekki voru komin með hólfið í almennu tunnuna, svo þau geti flokkað lífræna frá.
Framundan er að bera út jarðgerðarpoka / maíspoka í þessari viku, pokarnir eiga að duga fyrir heimili í eitt ár, ef þeir duga ekki þá er boðið upp á að fá aukarúllu.