Lóðarúthlutanir teknar fyrir á næsta fundi bæjarráðs

29.4.2021

Síðasti bæjarráðsfundur sem fer fyrir bæjarstjórnarfund í maí verður haldinn  4. maí nk. þar sem áætlaður bæjarstjórnarfundur í maí ber upp á uppstigningardegi.

Lóðarúrdráttur og lóðarúthlutanir verða teknar fyrir á fundi bæjarráðs 4. maí og verða þær úthlutanir staðfestar af bæjarstjórn 12. maí. 

Skv. reglum um lóðarúthlutanir á að afgreiða lóðarúthlutanir á síðasta bæjarráðsfundi fyrir bæjarstjórnarfund. Ekki er hægt að taka mál og fundargerð bæjarráðs fyrir þann 11. maí þar sem einungis sólahringur er á milli funda, skv. samþykktum sveitarféalgsins á að senda dagskrá bæjarstjórnar út tveim sólahringum fyrir fund. 

Hægt er að nálgast upplýsingar um lóðir til úthlutunar á kortasjá sveitarfélagsins og velja lóðir til úthlutunar. Umsóknir um lóðir þurfa að berast í síðasta lagi sunnudaginn 2. maí til þess að þær verði teknar fyrir á bæjarráðsfundi 4. maí.