Lokaáætlun fyrir tunnuskipti

16.5.2024

Tunnuskipti hefjast í vikunni 27.maí til 2. júní og verður haldið áfram út júní. Byrjað verður á Höfn og í Nesjum og svo verður farið í dreifbýlið. Þá verður byrjað sérstaklega á norðurhluta Hafnar, með það að markmiði að klára þær götur sem byrjað var á í apríl.

Ítarlegt áætlun:

  1. Breytingar götu fyrir götu: Tunnuskipti munu eiga sér stað götu fyrir götu. Tunnum verður skipt út samkvæmt skráningu heimila.
  2. Límmiðauppsetning:
     - Nýir límmiðar verða settir á lok tunnanna svo íbúar og sorpsafnarar geti auðveldlega greint flokk hverrar tunnu.
     - Ef ytra byrði tunnunnar er tiltölulega hreint verður nýr límmiði settur beint á.
     - Þeim tunnum sem eru með gömlum límmiðum sem erfitt er að fjarlægja vegna langvarandi límingar, verður skipt út.
  3. Brotnar tunnur: Ef brotnar tunnur finnast á meðan á ferlinu stendur verður þeim einnig skipt út.
  4. Vantar tunnur: Hafi einhverjum heimilum vantað tunnur fyrir ákveðna flokka verður það lagað í ferlinu. Hvert heimili mun fá fullt sett af tunnum samkvæmt skráningu og í samræmi við nýjar reglur um sorphirðu.

Lok og staðfesting:

Það gæti tekið svolítinn tíma að tryggja að hverjum áfanga sé kyrfilega lokið á hverju heimili. Að ferlinu loknu mun Xiaoling, Verkefnastjóri umhverfismála, framkvæma lokaskoðun á hverju heimili til að yfirfara tunnuskipti og frágang.