Lokað fyrir vatn í útbæ eftir miðnætti
Lokað verður fyrir vatn vegna framkvæmda á hluta útbæjar frá miðnætti í kvöld 14.7.2021 og fram eftir nóttu.
Lokunin nær til Bogaslóðar, sunnan Hafnarbrautar, Hafnarbrautar milli Bogaslóðar og Víkurbrautar og Óslands auk Ránarslóðar 2 og 2a.