Lokanir vegna framkvæmda við Hafnarbraut

19.7.2021

Lokað verður um gatnamótin Hafnarbraut – Víkurbraut við hafnarvogina frá og með deginum í dag og fram eftir viku. Sömuleiðis verður Hafnarbraut lokuð milli Skólabrúar og Bogaslóðar. Hafnarbraut er því tímabundið botngata frá Bogaslóð að Hafnarbraut 5 og 6. Gera má ráð fyrir styttri lokunum og töf á umferð upp Bogaslóð ofan Hafnarbrautar.

Hjáleiðir eru merktar á viðeigandi stöðum á meðan á framkvæmdum stendur. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um svæðið.

Íbúar og aðrir vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna framkvæmdanna.