Löng helgi á Menningarmiðstöðinni

14.2.2019

Núna er komið að vetrarfríi í Grunnskóla Hafnar og af því tilefni verður Menningarmiðstöðin með viðburði í kring um næstkomandi helgi. 

Á föstudaginn kl. 11.00 verður sögustund á Bókasafninu fyrir yngstu börnin. Lesnar verða vel valdar sögur fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Á safninu er góður bóka- og tímaritakostur fyrir foreldra til að glugga í meðan lesið er fyrir yngri kynslóðina.  

Eftir það kemur að föstudagshádegi kl 12.30 í Nýheimum. Soffía Auður flytur erindið Rýnt í nýjar ljóðabækur sem samanstendur af ljóðalestri úr nýjum ljóðabókum í bland við spjall um yrkisefni íslenskra samtímaljóðskálda. 

Á mándudaginn 18. feb verður svo Listasmiðja fyrir börn og unglinga í vetrarfríi á Svavarssafni kl 13-15. Þar verður unnið með viðarbúta, lím og málningu. Spýtukarlar Guðjóns R. Sigurðssonar verða skoðaðir sem innblástur. Athugið að ætlast er til að yngstu börnin mæti í fylgd með fullorðnum sem aðstoða þau við að skapa sín verk. Við mælum með að allir mæti í málningarfötum. Þórgunnur Þórsdóttir safnvörður leiðir smiðjuna og þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.