Lýðheilsugöngur í september

6.9.2017

 Heilsueflandi samfélag auglýsir - Þar sem Ferðafélag Íslands er 90 ára á árinu þá verða á öllu landinu Lýðheilsugöngur nú í september og eru þær einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ.

 Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60 - 90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Við hér í Sveitarfélaginu Hornafjörður verðum engir eftirbátar og mun Ferðafélag A-Skaft. bjóða upp á göngur sem hér segir:

1. Miðvikud. 6/9. - Gengið Yxnaskarð. Mæting við tjaldsvæði kl. 18:00.
2. Miðvikud. 13/9 - Gengið á bak við Bergárfoss og tekinn léttur hringur um Bergárdal í kjölfarið. Mæting við tjaldsvæði kl. 18:00.
3. Miðvikud. 20/9 - Gengið Óslandshringinn. Mæting við Ásgarð kl. 18:00.
4. Miðvikud. 27/9 - Stóri hringurinn genginn um Höfn. Mæting við mótokrosssvæðið kl. 18:00.