Málþing um heilsueflingu 60+

6.10.2022

Velheppnað og skemmtilegt málþing um heilsueflingu 60+ var haldið í Ekrunni 5. október í samvinnu við Bjartan lífsstíl. Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara og er málþingið hluti af heilsueflingarátaki 60+ á landsvísu. 

 

Velheppnað og skemmtilegt málþing um heilsueflingu 60+ var haldið í Ekrunni 5. október í samvinnu við Bjartan lífsstíl. Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara og er málþingið hluti af heilsueflingarátaki 60+ á landsvísu. Við undirbúning málþingsins voru kallaðir saman fulltrúar frá velferðarviði, öldungaráði, félagi eldri Hornfirðinga, USÚ og Sindra og niðurstaðan varð þessi skemmtilega dagskrá. Á vaðið riðu Margrét Regína Grétarsdóttir og Ásgerður Guðmundsdóttir verkefnastjórar Bjarts lífsstíls sem kynntu verkefnið. Þá sagði Kolbrún Björnsdóttir í Sporthöllinni frá samstarfsverkefni hennar og Sveitarfélagsins um heilsueflingu 60+ á Höfn. Því næst kom Jóhann Íris Ingólfsdóttir og sagði frá starfsemi USÚ og að því loknu kynntu Ásgerður Gylfadóttir formaður öldungaráðs og Guðbjörg Sigurðardóttir formaður félags eldri Hornfirðinga starf þeirra.

Málþingið var bæði fræðandi og lifandi því verkefnastjórar Bjarts lífsstíls og Kolbrún í Sporthöllinni leiddu þátttakendur í gegnum léttar æfingar á meðan á dagskránni stóð. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á dýrindis kaffihlaðborð. Heim fóru svo allir með þessi orð í huga "Við getum ekki komist hjá því að eldast en við getum haft áhrif á það hvernig við eldumst".