Menningarhátíð sveitarfélagsins Hornafjarðar
Menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum föstudaginn 7. mars kl.17. Veittir verða fjölbreyttir styrkir, viðurkenningar nefnda sveitarfélagsins og menningarverðlaun ársins verða tilkynnt.
Dagskrá:
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri setur hátíðina
Afhending styrkja úr Atvinnu- og rannsóknarsjóði
Kristín Vala Þrastardóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Afhending styrkja Atvinnu- og menningarmálanefndar
Hjördís Edda Olgeirsdóttir, varaformaður Atvinnu- og menningarmálanefndar
Afhending styrkja Fræðslu- og frístundanefndar
Þóra Björg Gísladóttir, varaformaður Fræðslu- og frístundanefndar
Afhending umhverfisviðurkenninga
Eyrún Fríða Árnadóttir, varaformaður Umhverfis- og skipulagsnefndar
Afhending menningarverðlauna
Sigrún Sigurgeirsdóttir, formaður Atvinnu- og menningarmálanefndar
Skemmtiatriði frá þátttakendum á leiklistarnámskeiði Ágústu Margrétar Arnardóttur og Leikfélagi Hornafjarðar og frumsýning á völdum lögum úr söngsýningunni Hárinu sem Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir seinna í mánuðinum.
Veitingar frá Pakkhúsi.