Menningarverðlaun 2018
Menningarmálanefnd óskar eftir tillögum að verðlaunahafa Menningarverðlauna 2019 fyrir árið 2018.
Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.
Frestur til tilnefningar er 25. febrúar 2019.
Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi sendist á eyrunh@hornafjordur.is
Eyrún Helga Ævarsdóttir.
Forstöðumaður
Menningarmiðstöð Hornafjarðar