Miðlunarvefur Héraðskjalasafns
Miðlunarvefur Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu er nú aðgengilegur
Á miðlunarvef Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu er hægt að nálgast ljósmyndir, stafræn afrit af bókum og öðrum safnkosti auk skjalaskráa. Á héraðsskjalasafninu eru ljósmyndir skannaðar inn og settar á vef. Sama á við um stafræn afrit af gjörðabókum sveitarfélaga, ungmenna- og kvenfélaga auk ýmissra annarra skjala sem við teljum að eigi erindi við almenning. Þá er hægt að nálgast skjalaskrár á vefnum og tengja saman skjalaskrár og stafræn afrit af safnkostinum. Vefurinn mun þjóna þeim tilgangi að auka miðlun safnsins til almennings, hvort sem að það sé í þágu rannsókna eða fróðleiks.