• Birdsafe-collar

Mikilvæg voráminning til kattaeigenda

Hjálpumst að við að vernda fuglana á varptíma

23.4.2025

Vorið er að koma og margir fuglar eru farnir að hreiðra um sig og hefja varp. Þetta er viðkvæmur og mikilvægur tími fyrir lífríkið. Við hvetjum kattaeigendur til að sýna sérstaka aðgát á þessum tíma til að hjálpa til við að vernda fuglastofnana.

Hvað getur þú gert?

  • Haltu köttum inni eins mikið og mögulegt er á varptímanum
  • Ef kötturinn fer út, prófaðu að nota bjölluólar eða sérstakar "fuglavænar" ólar í skærum litum sem vara fuglana við

Forðastu að leyfa köttum að rölta um svæði þar sem er fuglavarp.Sveitarfélagið mun fylgjast með ómerktun köttum.. Ómerktir kettir verða meðhöndlaðir samkvæmt:

  • Reglugerð nr. 679/2017: GJALDSKRÁ fyrir kattahald í Sveitarfélaginu Hornafirði.
  • Reglugerð nr. 912/2015: Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.

Með þessum einföldu skrefum getum við dregið úr líkum á því að fuglar verði fyrir skaða á viðkvæmu tímabili. Takk fyrir að vera ábyrgur gæludýraeigandi og að hjálpa til við að vernda fuglalífið og náttúruna.

Gefum fuglunum friðsælt og öruggt vor!