Ný listastofa á Höfn

25.4.2017

Listakonurnar Eyrún og Guðrún opnuðu Listastofuna RÚN í síðustu viku. Af því tilefni vilja þær bjóða hornfirðingum og gestum að koma í heimsókn og fagna langþráðum áfanga

Vinnustofan RÚN verður opin alla virka daga frá kl 10.00-18.00 þar sem listmunir þeirra verða til sýnis og sölu. 

Sjáumst kát og hress í Listastofunni RÚN.