Nýtt punktaský fyrir þéttbýli Hafnar

2.3.2023

Viltu vita hversu margir fermetrar bílastæðið þitt er? Eða hefur þú verið að velta því fyrir þér hversu há fánastöngin við ráðhúsið sé?

Nú er ekkert mál að kanna þetta heima í stofu. Búið er að setja upp punktaský í kortasjá sveitarfélagsins þar sem hægt er að sjá 3D líkan af þéttbýli Hafnar og mæla allt sem mönnum dettur í hug. Til þess að nota punktaskýið er farið inn á vefslóðina https://www.map.is/hofn/  og valið punktaský neðst í valglugga hægra meginn á síðunni.