Nýjar upplýsingar frá heilsugæslu á Höfn
Á núverandi stundu eru engir einstaklingar í sveitafélaginu Hornafirði í einangrun né sóttkví.
Í gær var boðið upp á skimun fólks með einkenni, en enginn af þeim var grunaður að vera með COVID-19.
Mælst er til þess að allir sem eru veikir, með hita, hósta, beinverki og önnur flensueinkenni, haldi sig heima og reyni eftir fremmsta megni að komast hjá því að smita næsta mann af pestinni, hver svo sem hún er.
Fólk með hita (yfir 38,5°C) og flensulík einkenni er beðið að hafa samband við heilsugæslustöðina.
Bent er á nýja heimasíðu almannavarna, covid.is
Þar verða allar fréttir og upplýsingar uppfærðar mjög reglulega.
Einnig er bent á blaðamannafund kl. 11:00 í dag með heilbrigðisráðherra, varðandi samkomubönn.