Nýr bíll Slökkviliðs Hornafjarðar
Slökkvilið Hornafjarðar hefur fengið afhentan nýjan og glæsilegan slökkvibíl sem verður staðsettur á Höfn. Næstu daga má búast við þrotlausum æfingum kringum bílinn með þeir sérfræðingum sem hönnuðu hann og verðum við mikið á ferðinni fram yfir 11. maí þar sem fyrirhuguð er flugslysaæfing.
Sýning fyrir Austur-Skaftafellinga verður auglýst síðar þar sem við áætlum að vera með opið hús á slökkvistöðinni.
Nýi slökkvibíllinn er fyrsti bíllinn sem kemur til landsins af nokkrum í svipuðum flokki. Bíllinn hefur vakið athygli fyrir gott skipulag, hann er af gerðinni SCANIA P500 með 4.000 lítra vatnstank og 200 lítra froðutank fyrir ONE SEVEN slökkvimiðil sem mun sjö falda slökkvigetu bílsins og með möguleika á að tengja hann beint við tankbíl slökkviliðsins sem hefur yfir að ráða 12.000 lítra viðbótavatni.
Bíllinn kemur til með að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins og bæta starfsumhverfi og öryggi slökkviliðsmanna, á þaki bílsins er fjarstýrður stigi auk monitora sem eru fjarstýrðir í mannskapshúsi, dráttaspil, 360°myndavélakerfi, klippur, rafall og 3 reykköfunarstólar auk hitamyndavéla og margt margt fleira.