Ný slökkvibifreið

2.2.2017

Slökkviliði Hornafjarðar bættist ný slökkvibifreið í flotann í dag.

Bílfreiðin er af gerðinni FORD F550 Super duty crew cab árgerð 2015 breyttur af fyrirtækinu Ósland ehf. vélin er Turbo Diesel Intercooler Power stroke. V 8 sex gíra með burðargetu upp á 5.200 kg. Bifreiðin er með öllum nýjustu tækjum, rúlluhurðum, froðutanki og öðrum staðalbúnaði sem stenst allar kröfur íslenskra laga. 

IMG_1263Steindór slökkviliðstjóri að þrífa bílinn eftir ferðalagið heim. 

Björn Ingi bæjarstjóri að taka bílinn út með Borgþóri eldvarnarfulltrúa.