Ný slökkvibifreið
Slökkviliði Hornafjarðar bættist ný slökkvibifreið í flotann í dag.
Bílfreiðin er af gerðinni FORD F550 Super duty crew cab árgerð 2015 breyttur af fyrirtækinu Ósland ehf. vélin er Turbo Diesel Intercooler Power stroke. V 8 sex gíra með burðargetu upp á 5.200 kg. Bifreiðin er með öllum nýjustu tækjum, rúlluhurðum, froðutanki og öðrum staðalbúnaði sem stenst allar kröfur íslenskra laga.
Steindór slökkviliðstjóri að þrífa bílinn eftir ferðalagið heim.
Björn Ingi bæjarstjóri að taka bílinn út með Borgþóri eldvarnarfulltrúa.