Okkar hreyfivika

31.5.2017

Heilsueflandi samfélag kynnir:

 Okkar eigin HREYFIVIKU dagana 01.06.-09.06.2017

Sælir allir Hornfirðingar nær og fjær. Þann 29. maí s.l. hófst samevrópska Hreyfivikan á vegum UMFÍ á Íslandi. Hreyfivikan er í gangi til 4. júní og er markmið hennar að fá sem flesta til að hreyfa sig reglulega á hverjum degi. Þar sem Hornafjörður er Heilsueflandi samfélag ætlum við að halda okkar eigin Hreyfiviku en hún byrjar þann 1. júní og er til 9. júní. Markmið og tilgangur okkar eigin Hreyfiviku er að kynna fyrir bæjarbúum margvíslega hreyfingu sem vonandi verður til þess að fólk fái áhuga og fari að stunda þá hreyfingu sem þeim líst best á og óhætt er að segja að flóran er mikil. Sjálfboðaliðar hafa boðist til þess að kynna fyrir ykkur sína helstu íþrótt eða hreyfingu og hafa úrvals manneskjur ákveðið að taka þátt í þessu verkefni.

Dagskrá Hreyfiviku Hornafjarðar:

1. jújní - Hlaupakynning, Helga Árnadóttir verður með hlaupakynningu kl. 17:00 við Sundlaug Hafnar

2. júni - Kannski verður pása hér en vonandi verður annað auglýst á morgun 1.6.

6. júní - Stafganga, Matthildur Ásmundardóttir verður með kynningu á stafgöngu. Mæting kl. 17:00 við Báruna.

7. júní - Gönguhugleiðsla og jóga, Hulda Laxdal verður með gönguhugleiðslu og jóga. Gengið verður með ströndinni. Mæting og staðsetning auglýst síðar

8. júní - Strandblak, Róbert verður með kynningu á strandblaki á blakvöllunum við Báruna kl. 18:00

9. júní - Folf – frisbígolf, Gulli Róberts. verður með Folf kynningu á milli 16:00 og 17:00 á Frisbee golfvellinum við tjaldstæði Hafnar.

 

Endilega allir að mæta sem sjá sér fært um það. Þetta er bara skemmtilegt og kostar ekki neitt. Vinsamlegast fylgist þó með á Facebook síðu Sveitarfélagsins og á heimasíðunni www.hornafjordur.is  þar sem allar tilkynningar verða birtar