Opinn fundur í Nýheimum þátttöku í verkefni um aðlaðandi, sjálfbæra bæi.

14.5.2019

Sveitarfélagið Hornafjörður - Sjálfbærni til framtíðar

Opinn fundur í Nýheimum miðvikudaginn 15. maí kl. 20:00 þar sem Sveitarfélagið Hornafjörður kynnir þátttöku sína í Norrænu samstarfsverkefni um aðlaðandi, sjálfbæra bæi.

Maptionnaire – íbúakönnun sem hönnuð var í tengslum við verkefnið verður kynnt, en hún er verkfæri til aukins íbúalýðræðis við skipulagsferli. Könnunin verður opin íbúum til þátttöku að fundi loknum.

Ungmennaráð fjallar um umhverfismál frá sínu sjónarhorni

Íbúar sveitarfélagsins er hvattir til að mæta og eiga saman góða kvöldstund.

Léttar veitingar í boði!

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Árdís Erna Halldórsdóttir, Hugrún Harpa Reynisdóttir og Bartek Skrzypkowski