Opinn fundur með ráðherra um framtíðaruppbyggingu við Jökulsárlón
Opinn fundur með umhverfis-, orku-, og loftlagsráðherra í Nýheimum 13. mars kl. 13:00
Boðað er til opins fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku-, og loftlagsráðherra í Nýheimum miðvikudaginn 13. mars frá kl. 13:00 til 15:00
Erindi:
- Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
- Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs - Áherslur Vatnajökulsþjóðgarðs
- Haukur Ingi Einarsson, formaður stjórnar Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu – Aflvakar atvinnulífs í A-Skaftafellssýslu og byggðaþróun
Fyrirspurnir og umræður:
Í pallborði eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Ingibjörg Halldórsdóttir og Haukur Ingi Einarsson.
Fundarstjóri: Sigurjón Andrésson bæjarstjóri
Við hvetjum íbúa og alla áhugasama um að mæta á fundinn.