Opinn fundur um lagningu hitaveitu í Nesjum
Opinn íbúafundur um fyrirhugaða lagningu stofnpípu hitaveitu í Nesjum.
Fundurinn hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 15. mars 2018 og verður haldinn í Félagsheimilinu Mánagarði
Á fundinum verður einkum fjallað um þann þátt framkvæmda er snýr að lagningu stofnpípunnar og tengingu íbúa í Nesjum.
Dagskrá:
-
Aðdragandi verkefnisins - Hverjir geta tengst?
-
Áætluð lagnaleið og tímaáætlun
-
Sýnishorn af samningum um lagnaleið og tengingar
-
Breytingar húsa og lausleg áætlun um kostnað og gjaldskrár
-
Kaffiveitingar, fyrirspurnir og umræður
RARIK