Opinn íbúafundur í Nýheimum
Miðvikudaginn 29. maí kl.17:00 verður opinn íbúafundur um uppbyggingaráform Bláa Lónsins í Hoffelli
Miðvikudaginn 29. maí kl.17:00 verður opinn íbúafundur í Nýheimum þar sem kynning verður á uppbyggingaráformum Bláa Lónsins í Hoffelli. Á fundinum munu fulltrúar Bláa Lónsins kynna uppbyggingaráform sín og í framhaldi verða umræður, spurningar og spjall.
Að loknum fundi verða léttar veitingar á Nýtorgi ásamt sýnishorni og kynningu á matvælaframleiðslu frá Hornafirði.
Hér er hlekkur á Facebook-viðburðinn