Opnun ráðhúss
Afgreiðsla í ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar opnar frá og með miðvikudeginum 13. janúar þegar nýjar sóttvarnarreglur taka gildi.
Íbúar sem vilja hitta starfsmenn ráðhússins þurfa að bóka tíma í síma 470 8000 eða með því að senda póst á afgreidsla@hornafjordur.is. Grímuskylda er ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk. Hvetjum alla til að halda áfram að sinna persónubundnar sóttvörnum til að tryggja áfram þann góða árangur sem hefur náðst í smitvörnum.