Orðsending til foreldra
Kæru foreldrar. Kvennafrídagurinn er á mánudaginn 24. október og þá viljum við hjá Sveitarfélaginu Hornafirði leggja okkar af mörkum og hvetja okkar konur til þáttöku í skipulagðri dagskrá í tilefni dagsins.
Ákveðið hefur verið að gefa leyfi til þess að konur í starfi hjá Sveitarfélaginu leggi niður störf kl. 14:30 þennan dag og gefa þeim þannig kost á að taka þátt í hátíðarhöldum af þessu tilefni.
Leik- og grunnskólahald og starfsemi í Kátakoti leggst því niður frá þessum tíma.
Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að gera ráðstafanir og sækja börn sín í síðasta lagi kl. 14:15 mánudaginn 24. október n.k.
Við þökkum sýndan skilning og vonumst til þess að allar konur taki virkan þátt í dagskrá Kvennafrídagsins á Hornafiriði.