Orkusalan gaf rafhleðslustöð

5.12.2016

Starfsmenn Orkusölunnar heimsóttu Sveitarfélagið Hornafjörð og afhentu bæjarstjóra hleðslustöð fyrir rafbíla.

Orkusalan er að gefa öllum 74 sveitafélögum hleðslustöðvar fyrir rafbíla, með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar í nærsamfélaginu. Hleðslutækin sem Orkusalan valdi eru sterkbyggð nettengjanleg 22 kW EVLINK tæki frá Schneider Electric.

Hleðslutækin hafa öll kortalesara svo mögulegt er að aðgangstýra þeim eða aflstýra ef nægjanleg orka er ekki fyrir hendi á uppsetningarstað. Tækin hafa verið færð í stíl Orkusölunnar og ættu ekki að fara framhjá rafbílaeigendum. Nánari staðsetning hleðslustöðvarinnar verður auglýst síðar.

Sveitarfélagið þakkar Orkusölunni fyrir gjöfina og upplýsir að þetta er fyrsta skrefið í rafbílahleðslustöðvum í sveitarfélaginu, stefnt er að halda áfram á þessari braut.