Óskalögin á 18 sýningu Hornfirska Skemmtifélagsins
Nú eru einungis nokkrir dagar í áætlaða frumsýningu á 18 sýningunni hjá Hornfirska Skemmtifélaginu.
Þemað í ár er frábært ! Sýningin heitir Óskalögin lagavalið er mjög breitt líkt og aldursbilið í hópnum. Frá upphafi hefur aðsókn verið frábær og Hornfirðingar fjölmennt á þessar frábæru viðburði. Síðasta sýning er 2. nóvember.
Matseðill
- Forréttur: Laxatvenna
- Aðalréttur: Lambafille með rótargrænmeti og rauðvínssósu
- Eftirréttur: Karamellu súkkulaði terta
Miðapantanir eru hjá Evu Birgis á Hafinu í síma 866-0963 og tryggja sér miða hið snarasta, svo það verði örugglega fullt út úr dyrum á frumsýningu! Óskalagahópurinn lofar brjáluðu stuði frá upphafi til enda!
Ást og friður
Hornfirska Skemmtifélagið