Óvissuferð fyrir börnin
Þriðjudaginn 15. ágúst verður farið í árlega óvissuferð með barnastarfi Menningarmiðstöðvar.
Börnin mæta kl 13:00 á bókasafnið klædd eftir veðri. Gott er að hafa með sér regnheldar buxur, lítið handklæði og góða skapið. Yngri en 7 ára velkomin í fylgd með fullorðnum. Mikilvægt að skrá sig á bókasafninu eða í síma 470-8050 þar sem það er takmarkaður sætafjöldi. Boðið er upp á léttar veitingar.