• 466045700_896560082616858_9156293345129392679_n

Rithöfundakvöld Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

21.11.2024

Nú er komið að hinu geisivinsæla rithöfundakvöldi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar en viðburðurinn fer fram í kvöld, fimmtudaginn 21.nóvember kl.20:00 í Nýheimum.

Í ár tökum við á móti 4 rithöfundum sem allir gefa út nýja bók um þessi jól. Bækurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar og því ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis eins og ávallt og mun Menningarmiðstöðin bjóða upp á kaffi og konfekt á meðan á viðburðinum stendur.

Rithöfundarnir sem sem heimsækja okkur í ár eru eftirfarandi:
- Kristín Helga Gunnarsdóttir kynnir barnabók sína Fíasól í logandi vandræðum
- Tómas Ævar Ólafsson kynnir bók sína Breiðþotur
- Herdís Magnea Hübner kynnir ævisöguna Ég skal Hjálpa þér Saga Auriar
- Sunna Dís Másdóttir kynnir bók sína Kul

Það þarf vart að taka fram að allar bækurnar verða fáanlegar til útláns á Bókasafni Hornafjarðar.

Við hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur í Nýheimum í kvöld.