Sameining sveitarfélaga - íbúafundir
Kæru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps.
Íbúafundur vegna sameiningar verður á Höfn laugardaginn 4. mars kl. 16:00 – 18:00.
Vinna stendur yfir að greiningu á kostum og göllum þess að sameina Sveitarfélagið Hornafjörð, Djúpavogshrepp og Skaftárhrepp í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Í framhaldi af þeirri vinnu fer fram umræða innan sveitarstjórna sveitarfélaganna um tillöguna.
Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:
1. Íbúafundur á Klaustri laugardaginn 4. mars kl. 11:00 – 13:00
Staðsetning: Félagsheimilið Kirkjuhvol
2. Íbúafundur á Höfn laugardaginn 4. mars kl. 16:00 – 18:00
Staðsetning: Nýheimum Litlubrú 2
3. Íbúafundur á Djúpavogi sunnudaginn 5. mars kl. 11:00 – 13:00
Staðsetning: Hótel Framtíð
Fundirnir standa yfir í um 2 klukkustundir hver.
Dagskráin er svohljóðandi:
1. Stutt erindi fulltrúa viðkomandi sveitarfélags um ástæður þess að farið er í þessa vinnu
2. Kynning á sviðsmyndum um framtíð sveitarfélaganna
3. Yfirferð með íbúum um framtíðaráherslur þeirra
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hvetja alla íbúa til þess að mæta á þessa íbúafundi til þess að kynna sér sviðsmyndir um framtíð sveitarfélaganna. Þátttaka íbúa í þessari vinnu skiptir miklu máli
|
||
---|---|---|
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps |
Gauti Jóhannessson sveitarstjóri Djúpavogshrepps |